Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, skráði sig í sögubækurnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær.
Sancho er einn allra mikilvægasti leikmaður Dortmund en hann spilaði í 3-3 jafntefli gegn RB Leipzig.
Sancho skoraði þriðja mark Dortmund í leiknum og var þetta hans 22. mark í Bundesligunni.
Það er nýtt met en Sancho er nú yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 22 mörk.
Sancho er 19 ára og 267 daga gamall en hann hefur verið magnaður fyrir Dortmund síðustu tvö tímabil.
22 – @Sanchooo10 is the youngest player ever (19y, 267d) to score 22 #Bundesliga goals, surpassing Horst Köppels record from 1968 (19y, 269d). Star. #BVBRBL #Bundesliga pic.twitter.com/E9RVBTb2pe
— OptaFranz (@OptaFranz) 17 December 2019