fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Skráði sig í sögubækurnar í gær – Sá yngsti til að skora svo mörg mörk

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, skráði sig í sögubækurnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Sancho er einn allra mikilvægasti leikmaður Dortmund en hann spilaði í 3-3 jafntefli gegn RB Leipzig.

Sancho skoraði þriðja mark Dortmund í leiknum og var þetta hans 22. mark í Bundesligunni.

Það er nýtt met en Sancho er nú yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 22 mörk.

Sancho er 19 ára og 267 daga gamall en hann hefur verið magnaður fyrir Dortmund síðustu tvö tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt