fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Tottenham tilbúið að selja Eriksen innan Englands í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er tilbúið að selja Christian Eriksen til félags í ensku úrvalsdeildinni í janúar, þetta segir Daniel Levy stjórnarformaður félagsins.

Eriksen hefur neitað að skrifa undir nýjan samning, verði hann ekki seldur í janúar þá fer hann frítt næsta sumar.

Eriksen er sagður á lista Manchester United en félagið vill reyna að styrkja lið sitt í janúar.

,,Við erum ekki hræddir við að eiga í viðskiptum við keppinauta okkar,“ sagði Levy.

,,Ég er með einfalda skoðun í svona máli, hann verður að vilja vera áfram og samningurinn fyrir hann verður að vera réttur. Það er undir leikmanninum komið, hvort hann vilji vera áfram hjá Tottenham.“

,,Ég vil ekki tala um einstaka leikmenn, það er ekki rétt. Það eru leikmenn sem vilja vera áfram og leikmenn sem vilja fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt