Royale Union Saint-Gilloise greiðir norksa félaginu Start um 400 þúsund evrur, jafngildi 55 milljóna íslenskra króna fyrir Aron Sigurðarson. Íslendingavaktin segir frá.
Aron spilaði stórt hlutverk með Start á tímabilinu en hann skoraði 13 mörk í 29 deildarleikjum er liðið fór upp um deild.
Hjá Start vann Aron með Jóhannesi Harðarsyni sem er þjálfari liðsins en það samstarf er komið á leiðarenda.
Aron er genginn í raðir Royale Union Saint-Gilloise í belgísku B-deildinni og verður löglegur í janúar.
Það er mikill skellur fyrir Start sem vann Lillestrom í umspilsleikjum til að tryggja sætið í efstu deild.