fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Aron seldur á 55 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Royale Uni­on Saint-Gilloise greiðir norksa félaginu Start um 400 þúsund evrur, jafngildi 55 milljóna íslenskra króna fyrir Aron Sigurðarson. Íslendingavaktin segir frá.

Aron spilaði stórt hlutverk með Start á tímabilinu en hann skoraði 13 mörk í 29 deildarleikjum er liðið fór upp um deild.

Hjá Start vann Aron með Jóhannesi Harðarsyni sem er þjálfari liðsins en það samstarf er komið á leiðarenda.

Aron er genginn í raðir Royale Union Saint-Gilloise í belgísku B-deildinni og verður löglegur í janúar.

Það er mikill skellur fyrir Start sem vann Lillestrom í umspilsleikjum til að tryggja sætið í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt