fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Hver er þessi Minamino sem Liverpool er að kaupa?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Takumi Minamino, fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag áður en hann skrifar undir hjá félaginu. Enskir miðlar segja frá. Liverpool mun greiða 7,25 milljónir punda fyrir Minamino en slík klásúla er í samningi hans við Red Bull Salzburg.

En hver er Minamino? Hann er fyrst og síðast sóknarsinnaður miðjumaður sem spilar einnig á kantinum. Hann hefur spilað á miðri miðjunni en kann best við sig framar á vellinum. Hér að neðan er tölfræði hans í Meistaradeildinni í ár.

Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur misst af nokkrum leikjum en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp sex í 11 byrjunarliðsleikjum í Austurríki í ár. Með Japan hefur hann skorað 11 mörk í 22 leikjum.

Minamino er frábær í að búa til hluti fyrir liðsfélaga sína og er góður að koma sér í færi, hann tekur flest af sínum skotum innan teigs. Hann er sagður einkar klókur leikmaður, finnur svæði fyrir samherja sína og sendingarnar koma iðulega á réttum tímapunkti.

Raphael Honigstein, sérfræðingur hjá Sky hefur fylgst vel með Minamino. ,,Sadio Mane, Mo Salah og Roberto Firmino eru allir með mismunandi hæfileika, svo kemur Minamino sem hefur allt annað en þeir. Þetta gefur Liverpool fleiri vopn fram á við.“

,,Þetta gefur Jurgen Klopp tækifæri á að breyta meira á milli leika. Ég bjóst við því að Liverpool myndi kaupa Timo Werner, hann hefði getað verið fjórði kosturinn. Minamino er miklu ódýrari, hann getur bætt sig meira.“

,,Liverpool hefur lært það sem félag að þú kaupir ekki tilbúna vöru á 100 milljónir punda. Þeir kaupa leikmenn sem verða 50-100 milljóna punda virði með réttri þjálfun og réttum leikstíl. Það er ástæðan fyrir árangri Liverpool.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt