fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Vonast til að Gylfi hafi jafnað sig af veikindum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duncan Ferguson, sem stýrir Everton tímabundið vonast til þess að Gylfi Þór Sigurðsson verði búinn að jafna sig af veikindum í kvöld. Gylfi sem er þrítugur missti af leik liðsins gegn Manchester United á sunnudag.

Gylfi var heima veikur en meiðsli herja á miðsvæði Everton og var því varnarmaðurinn, Mason Holgate á miðjunni.

Everton mætir Leicester í deildarbikarnum í kvöld og vonast Ferguson til þess að Gylfi verði með.

,,Við erum vongóðir að Gylfi jafni sig, það verður tæpt samt,“ sagði Ferguson um stöðuna á Gylfa.

Búist er við að þetta sé síðasti leikur Ferguson með liðið en Carlo Ancelotti er að ræða við félagið um að taka við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt