Duncan Ferguson, sem stýrir Everton tímabundið vonast til þess að Gylfi Þór Sigurðsson verði búinn að jafna sig af veikindum í kvöld. Gylfi sem er þrítugur missti af leik liðsins gegn Manchester United á sunnudag.
Gylfi var heima veikur en meiðsli herja á miðsvæði Everton og var því varnarmaðurinn, Mason Holgate á miðjunni.
Everton mætir Leicester í deildarbikarnum í kvöld og vonast Ferguson til þess að Gylfi verði með.
,,Við erum vongóðir að Gylfi jafni sig, það verður tæpt samt,“ sagði Ferguson um stöðuna á Gylfa.
Búist er við að þetta sé síðasti leikur Ferguson með liðið en Carlo Ancelotti er að ræða við félagið um að taka við.