fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Guardiola staðfestir að Sane gæti verið á förum

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, útilokar ekki að Leroy Sane yfirgefi félagið í janúar.

Sane er að jafna sig eftir erfið meiðsli en hann meiddist í sumar og hefur verið frá í marga mánuði vegna þess.

Bayern Munchen reyndi ítrekað að fá Sane til sín áður en hann meiddist en meiðslin settu strik í reikninginn.

Guardiola viðurkennir það þó að það gæti verið möguleiki að Sane fari annað á nýju ári.

,,Ég veit ekkert um það eins og er. Það getur allt gerst,“ sagði Guardiola við blaðamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt