Ekki er búist við öðru en að Carlo Ancelotti verði ráðinn knattspyrnustjóri Everton í vikunni. Sky Sports segir frá.
Ancelotti er mjög þekkt nafn í knattspyrnunni en hann var síðast hjá Napoli en var rekinn nýlega.
Hann hefur stýrt Juventus, Real Madrid, FC Bayern og nú síðast Napoli auk fleiri liða, að Everton hafi geta sannfært hann kemur mörgum á óvart.
Ítalinn þekkir ágætlega til Englands en hann vann deildina og bikarinn með Chelsea á sínum tíma.
Gylfi Þór Sigurðsson spilar með Everton og ljóst er að hann gæti blómstrað undir stjórn Ancelotti.