fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Harmsaga stórstjörnu: Missti föður sinn 9 ára, varð faðir 14 ára og vinir hans létu lífið í eiturlyfjastríði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Moraes, er 23 ára gamall sóknarmaður Aston Villa á Englandi sem hefur gengið í gengum mikið á stuttri ævi. Hann hefur misst föður sinn, varð ungur faðir og vinir hans í Brasilíu hafa margir látið lífið. Wesley ólst upp við mikla fátækt, þar sem glæpir og gengi réðu ríkjum.

Faðir hans Paulo, lést þegar Wesley var aðeins níu ára gamall. Hann fékk hjartaáfall, eftir að hafa nota mikið af áfengi og eiturlyfjum. ,,Þú ert fyrsta manneskjan sem ég ræði þetta við í viðtali,“ sagði Wesley við blaðamann á Englandi.

,,Það var alltaf talað um að pabbi hefði fengið heilaæxli, sannleikurinn er sá að pabbi átti í vandræðum með áfengi og eiturlyf og það varð til þess að hann fékk hjartaáfall.“

,,Ég var aðeins níu ára gamall og skildi því lítið hvað gerðist, þegar ég varð eldri þá áttaði ég mig á þessu. Ég var mjög sorgmæddur á þeim tíma. Hann var frábær pabbi, ég fæ tár í augun að ræða hann. Ég fjögur eldri systkini, við áttum ekki mikið af peningum en mamma passaði að allir fengu sitt. Á tímabili höfðum við ekki efni á skóm fyrir mig, svo ég gat ekki æft fótbolta. Þetta styrkti mig.“

Wesley var ungur drengur, þegar hann varð faðir í fyrsta sinn. ,,Ég eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var 14 ára og ég varð tveggja barna faðir þegar ég var 15 ára, alveg að verða 16 ára. Ég varð að vinna til að ná í peninga fyrir börnin, ég fann verksmiðju þar sem verið var að búa til skrúfur og nagla.“

,,Þetta voru ellefu tíma vaktir, frá 7 á morgnana. Ég gat ekki æft fótbolta þá, ég spilaði bara á laugardögum. Svo fékk ég samning hjá Tupi FC, ég vann á morgnana og æfði síðdegis. Svo þurfti ég að læra á kvöldin.“

Í fátæku hverfi í Brasilíu, villtust vinir Wesley út í óreglu. ,,Ég á vini sem hafa dáið vegna eiturlyfja og vegna átaka þeirra sem ráða í hverfinu, það voru freistingar. Það hefði ekki verið flókið að ná sér í eiturlyf og viskí.“

,,Margir af vinum mínum voru ekki heppnir og hafa látið lífið þegar klíkur bæjarins eru í stríði. Ég reyni að styðja fjölskyldu mína í dag, ég er með tvö börn sem ég þarf að passa. Það þarf enginn í fjölskyldu minni að vinna núna.“

Í dag þénar Wesley hressilega hjá Aston Villa og ætlar sér að tryggja framtíð allra í fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“