Baptiste Valette er ekki nafn sem margir kannast við en hann er þó nokkuð þekktur í Frakklandi.
Valette er 27 ára gamall og spilar með AS Nancy í Frakklandi – liðið leikur í næst efstu deild þar í landi.
Hann kom til félagsins á þessu ári en var áður hjá Nimes og Saint-Etienne.
Valette var handtekinn á sunnudaginn en hann er grunaður um að hafa nauðgað 18 ára gamalli stúlku.
Valette hefur sjálfur neitað allri sök í málinu en hún hefur lagt fram kæru á hendur leikmannsins.
Í skýrslu saksóknara er talað um að þau tvö hafi kysst með samþykki stúlkunnar en hún vildi ekki ganga lengra.
Valette er þá sakaður um að hafa nauðgað stúlkunni en hann viðurkennir að þau hafi stundað kynlíf. Það var þó með hennar samþykki að hans sögn.