fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Sjáðu atvikið: Ronaldo neitaði að taka við fyrirliðabandinu – Þetta gerði hann í staðinn

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. desember 2019 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus vann góðan sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í gær er liðið spilaði við Udinese á heimavelli.

Cristiano Ronaldo átti góðan leik fyrir Juventus en hann spilaði allar 90 mínúturnar í 3-1 sigri.

Portúgalinn skoraði fyrstu tvö mörk liðsins en Leonardo Bonucci gerði það þriðja fyrir heimamenn.

Gonzalo Higuain var með fyrirliðaband Juventus í gær í um fimm mínútur eftir að Bonucci hafði verið skipt af velli.

Higuain fór svo sjálfur af velli fimm mínútum síðar og lét Ronaldo fá bandið til að klæðast.

Ronaldo neitaði þó að bera bandið og lét þess í stað Blaise Mautidi fá það.

Matuidi var sá útileikmaður sem hafði spilað lengst með Juventus og fannst Ronaldo rétt að gefa honum bandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“