fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Allardyce gæti lagað vandræði Arsenal á morgun: ,,Það yrði ekkert vandamál“

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. desember 2019 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sam Allardyce, fyrrum stjóri enska landsliðsins, segir að hann gæti reddað vörn Arsenal og það strax.

Vörn Arsenal hefur verið í molum síðustu vikur og var það lengi undir stjórn Unai Emery sem var rekinn.

Allardyce telur að hann sé með hæfileikana í að laga vandamál Arsenal en hann er þó ekki nefndur til sögunnar sem næsti stjóri liðsins.

,,Arsenal er búið að týna sér eins og er. Þeir þurfa að tengja saman á ný, einhver þarf að taka yfir klefann,“ sagði Allardyce.

,,Ég gæti farið þarna og gert vörn Arsenal betri strax á morgun, það yrði ekkert vandamál.“

,,Ég hef gert það alls staðar sem ég hef unnið – Newcastle, Blackburn, Bolton, West Ham, Crystal Palace og Everton.“

,,Ég mun þó aldrei koma til greina, ég er ekki nógu tískulegur fyrir Arsenal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“