fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

City vill svör frá Arteta í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. desember 2019 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefnir í að Arsenal muni á næstu dögum ráða Mikel Arteta, aðstoðarþjálfara Manchester City til starfa.

Forráðamenn Arsenal funduðu á heimili Arteta í Manchester, í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fyrr um daginn hafði City unnið 0-3 sigur á Arsenal í London.

Arteta var áður leikmaður Arsenal en félagið skoðaði að ráða hann fyrir rúmu ári þegar Unai Emery, var ráðinn.

Vinai Venkatesham, stjórnarmaður Arsenal var á heimili Arteta fram eftir nóttu að ræða við hann. Huss Fahmy, lögfræðingur félagsins og maðurinn sem sér um alla samninga, var einnig með.

Samkvæmt frétt Sky Sports þá vissi City ekki af fundinum og vilja fá svör frá Arteta í hvelli, félagið þarf að fylla hans skarð ef hann ætlar að hoppa frá borði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“