fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Solskjær og Woodward fóru til Austurríkis: Haaland gaf þeim jákvæð svör

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. desember 2019 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er í viðræðum við Red Bull Salzburg um að fá Erling Haaland til félagsins í janúar. The Athletic segir frá.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins og Ed Woodward stjórnarformaður félagsins fóru til Austurríkis á föstudag. Þar ræddu þeir við Salzburg, Haaland og umboðsmann hans, Mino Raiola.

The Ahtletic segir að United hafi aldrei haft áhuga á Takumi Minamino, liðsfélaga Salzburg. Ensk blöð höfðu sagt frá því en svo er ekki samkvæmt Athletic, Takumi Minamino er á leið til Liverpool.

Haaland er 19 ára gamall norskur framherji sem slegið hefur í gegn með Salzburg, hann lék undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Molde í Noregi. Sagt er að hann hafi gefið Solskær og Woodward jákvæð svör.

,,Ég mun ekki ræða þessar sögusagnir, Haaland hefur verið frábær með Salzburg. Hann veit hvað hann vill gera,“
sagði Solskjær.

Mino Raiola, umboðsmaður Haaland myndi vilja sjá hann fara fyrst til Þýskalands en hann hefur fundað með Leipzig og Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“