Manchester United er í viðræðum við Red Bull Salzburg um að fá Erling Haaland til félagsins í janúar. The Athletic segir frá.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins og Ed Woodward stjórnarformaður félagsins fóru til Austurríkis á föstudag. Þar ræddu þeir við Salzburg, Haaland og umboðsmann hans, Mino Raiola.
The Ahtletic segir að United hafi aldrei haft áhuga á Takumi Minamino, liðsfélaga Salzburg. Ensk blöð höfðu sagt frá því en svo er ekki samkvæmt Athletic, Takumi Minamino er á leið til Liverpool.
Haaland er 19 ára gamall norskur framherji sem slegið hefur í gegn með Salzburg, hann lék undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Molde í Noregi. Sagt er að hann hafi gefið Solskær og Woodward jákvæð svör.
,,Ég mun ekki ræða þessar sögusagnir, Haaland hefur verið frábær með Salzburg. Hann veit hvað hann vill gera,“ sagði Solskjær.
Mino Raiola, umboðsmaður Haaland myndi vilja sjá hann fara fyrst til Þýskalands en hann hefur fundað með Leipzig og Dortmund.