Manchester City hefur staðfest að stuðningsmaður félagsins, hafi látið lífið á leið sinni til Lundúna í gær. Hann ætlaði sjá sína menn heimsækja Arsenal.
City vann góðan sigur á Arsenal í London í gær en stuðningsmaðurinn, sem hafði fylgt liðinu út um alla Evrópu í mörg ár, féll frá á leið sinni þangað.
Ekki kemur fram hver dánarorsök mannsins voru. ,,Við viljum votta fjölskyldu og vinum samúð okkar, hann hafði stutt City allt sitt líf. Hann var á leið á leikinn gegn Arsenal,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.
,,Hugur allra hjá félaginu er hjá fjölskyldu hans og vinum, á þessum erfiðu tímum.“
City vann 0-3 sigur í London í gær en Kevin De Bruyne skoraði tvö og Raheem Sterling eitt mark.