Mesut Özil, leikmaður Arsenal, var hundfúll í gær er liðið spilaði við Manchester City. Arsenal var ekki sannfærandi á heimavelli í gær og hafði City betur með þremur mörkum gegn engu.
Özil var tekinn af velli á 58. mínútu leiksins og var ekki ánægður með þá ákvörðun Freddie Ljungberg. Özil tók af sér vettlingana og sparkaði þeim burt áður en hann strunsaði beint inn í klefa.
Özil var sér til skammar að mati Piers Morgan en hann er einn frægasti stuðningsmaður Arsenal.
,,Özil var tekinn af velli og hagaði sér eins og krakki, tók af sér vettlingana og var eins og frekur krakki,“ sagði Morgan.
,,Algjörlega til skammar, þetta var besta spyrna Özil í leiknum þegar hann sparkaði í vettlingana.“
Ozil subbed after 58 mins & responds by crawling off like a snail & throwing his gloves away like a petulant kid. Pathetic. pic.twitter.com/d2Ugv0pu13
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 15, 2019