Það er ólíklegt að Zlatan Ibrahimovic sé á leið aftur til AC Milan samkvæmt Zvonimir Boban, yfirmanni knattspyrnumála félagsins.
Boban staðfesti þetta sjálfur í gær en Zlatan er án félags og leitar að nýju liði fyrir janúar.
Hann er þó mögulega ekki á leið til Milan eins og talað var um en Zlatan skoraði á sínum tíma 42 mörk í 62 leikjum fyrir félagið.
,,Fáum við gjöf á félagaskiptamarkaðnum? Ég veit það ekki,“ sagði Boban við Sky Sports.
,,Ég hef rætt við Paolo Maldini og við erum að skoða nokkrar stöður og sjáum yhvað þarf að gera.“
,,Draumurinn um Ibra? Ég stend með Paolo. Er þetta að verða ólíklegra? Já það er sannleikurinn.“