fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Fundarhöld hjá KA eftir að Samherjamálið kom upp

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það var fundað hjá KA, þegar Samherjamálið kom upp,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net í hlaðvarpsþætti sem vefsíðan birti í dag.

Lengi hefur verið talað um að Samherji sé langstærsti, styrktaraðili KA. Tómas Þór Þórðarson, sérfræðingur þáttarins staðfesti að þessi fundur hefði átt sér stað. Félagið hefur áhyggjur að ef illa fer hjá Samherja, verði styrkir til KA minni en áður.

Samherjamálið er mál sem hefur verið á allra vörum, Samherji hefur verið sakaður um að greiða mútur í Namibíu. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum.

Samherji er eitt stærsta fyrirtæki landsins og hefur styrkt starf KA, um langt skeið. KA er í Pepsi Max-deild karla og minni styrkur frá Samherja, hefði áhrif á liðið. KA hefur síðustu ár getað fengið til sín leikmenn sem stærstu félög landsins hafa viljað, félagið hefur getað borgað góð laun.

,,Það er ekki hægt að segja hvernig þetta Samherjamál fer,“ sagði Tómas Þór og talaði um að ef allt færi á besta veg, gæti KA styrkt sig þegar líður að móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina