fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Breiðablik að selja leikmann til Ajax á metfé: Hafa áhuga á markverði Njarðvíkur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er að selja Kristian Nökkva Hlynsson til Ajax á metfé. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football.

Kristian, sem er fæddur árið 2004, er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju. Kristian hefur staðið sig afar vel bæði með Blikum sem og yngri landsliðum Íslands þar sem hann hefur spilað upp fyrir sig. Í sumar fór Kristian með 3.flokki karla til Hollands á elítumót og var þar valinn besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Ajax kom auga á hann þar.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins sagði að Ajax ætlaði sér að greiða metfé fyrir ungan leikmann frá Íslandi, til að tryggja sér starfskrafta hans.

Þá kom fram að Breiðablik hefði áhuga á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Þetta staðfesti Mikael Nikulásson, þjálfari liðsins. Mikael sagði að fleiri félög hefðu áhuga á markverðinum, sem verður tvítugur á næsta ári.

Fyrir er Breiðablik með Gunnleif Gunnleifsson og Anton Ara Einarsson en líklega yrði Brynjar lánaður út í eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Í gær

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal