John Hartson, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki hrifinn af því að félagið sé búið að ráða Freddie Ljungberg tímabundið.
Ljungberg mun stýra Arsenal í næstu leikjum en hann tók við af Unai Emery sem var rekinn í gær.
Hartson er ekki aðdáandi af því og segir að Ljungberg hafi haft ekkert að segja er Arsenal tapaði 1-2 gegn Frankfurt á fimmtudag.
,,Ljungberg hjálpaði Arsenal mikið í leiknum í gær… Hann sat þarna í 90 mínútur,“ sagði Hartson.
,,Þú þarft væntanlega að segja stjóranum hvað sé að ef þú tekur eftir því.. Emery þurfti annars að fara.“