fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Emery skrifar bréf til stuðningsmanna: ,,Gleymdi aldrei hversu heppinn ég var“

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er nú að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra en Unai Emery var rekinn úr starfi í morgun.

Emery stýrði Arsenal í rúmlega eitt og hálft ár en gengið var ekki ásættanlegt fyrir stjórn félagsins.

Emery hefur nú skrifað bréf til stuðningsmanna Arsenal þar sem hann þakkar fyrir sig.

,,Það hefur verið heiður að stýra Arsenal sem aðalþjálfari. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum fyrir að hjálpa mér að skilja hversu frábært félag Arsenal er,“ sagði Emery.

,,Til allra sem studdu okkur víðsvegar um heiminn, til þeirra sem mættu á völlinn og biðu í rigningunni til að heilsa mér eftir leik. Ég vil segja ykkur að ég hef unnið af ástríðu, tryggð og metnað.“

,,Ég hefði ekki viljað neitt meira en að ná í betri úrslit fyrir ykkur. Ég vil einnig þakka öllum starfsmönnum fyrir hvernig komið var fram við mig.“

,,Þetta hefur verið tilfinningaþrungið ár, það komu frábær augnablik og önnur verri augnablik en ég hef aldrei gleymt því hversu heppinn ég var að fá að vinna fyrir þetta félag og með þessum leikmönnum.“

,,Ég hafði upplifað mikið í fótboltanum en ég lærði mikið á Englandi og í ensku úrvalsdeildinni, varðandi virðingu fyrir atvinnumönnum og knattspyrnunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar