Það er aðeins Jurgen Klopp að þakka að miðjumaðurinn Fabinho kom til Liverpool síðasta sumar.
Þetta segir Ricardo Assis, mágur leikmannsins en hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir 39 milljónir punda.
,,Manchester United, Manchester City, Paris Saint-Germain og Juventus ræddu við umboðsmanninn hans,“ sagði Assis.
,,Það var þó Liverpool sem gerði allt til að tryggja hans þjónustu. Klopp sýndi honum myndbönd og útskýrði af hverju hann vildi fá hann.“
,,Hann sagði jafnframt að það væri ekki öruggt að hann yrði byrjunarliðsmaður til að byrja með. Fabinho yfirgaf fundinn og var ákveðinn í að semja við Liverpool.“