Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
Ekki kemur fram hversu lengi, Ljugberg stýrir liðinu en hann mun eflaust taka nokkra leiki. Mac Allegri og fleiri eru orðaðir við starfið.
,,Sama hversu lengi ég stýri Arsenal, þá mun ég gefa allt mitt í starfið,“ sagði Ljungberg um starfið á Twitter.
,,Ég mun fá fólk til að brosa aftur, það er þétt spilað næstu vikur og liðið þarf þinn stuðning. Förum að vinna.“
However long I oversee @Arsenal for I will give everything I have to put smiles on faces again. We have a busy few weeks ahead and the team needs your support. Let’s get to work! pic.twitter.com/WdekcA4h5G
— Freddie Ljungberg (@freddie) November 29, 2019