Það er mjög takmarkaður áhugi í London þessa stundina en leikur Arsenal og Fankfurt er í gangi.
Það er alveg óhætt að segja að stuðningsmenn Arsenal séu ekki ánægðir með hvernig liðið er að spila.
Staðan er markalaus eftir 20 mínútur en það er gríðarlega tómlegt á Emirates vellinum.
Fáir virðast nenna að mæta á leiki liðsins og heimta breytingar – margir vilja sjá Unai Emery verða rekinn.
Eins og má sjá hér fyrir neðan er áhuginn ekki mikill.