Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson spiluðu með CSKA Moskvu í Evrópudeildinni í kvöld.
CSKA spilaði gegn Ludogorets frá Búlgaríu en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli heima.
CSKA á ekki möguleika á að komast áfram en liðið er aðeins með tvö stig eftir fimm leiki í riðlakeppninni.
AZ Alkmaar er komið í 16-liða úrslit en Albert Guðmundsson er samningsbundinn því félagi.
Hann er hins vegar meiddur þessa stundina og spilaði ekki í 2-2 jafntefli við Partizan í kvöld.
Jafnteflið var frábært en AZ var manni færri á 88. mínútu en skoraði þrátt fyrir það tvö mörk til að tryggja sætið í næstu umferð.