Jadon Sancho, kantmaður Borussia Dortmund mátti ekki ræða við fréttamenn eftir tap gegn Barcelona í gær. ,,Ég má ekki tala,“ sagði Sancho og átti þar við að Dortmund bannaði honum að tjá sig við fjölmiðla. Ástæðan eru læti í kringum Sancho síðustu vikur.
Sancho er óhress með framkomu félagsins í sinn garð síðustu vikur, hann var sektaður og var tekinn af velli í fyrri hálfleik í tapi gegn Bayern.
Manchester United, Liverpool, PSG og Real Madrid hafa öll áhuga á þessum 19 ára leikmanni, sem slegið hefur í gegn hjá Dortmund.
Nú segja þýskir miðlar frá því að ástæðan fyrir því að Sancho byrjaði á bekknum, var að hann mætti of seint á fund fyrir leikinn. Þetta er ekkki í fyrsta sinn sem þessi 19 ára drengur mætir of seint.
Hann mætti of seint úr landsliðsverkefni á dögunum og var sökum þess settur út úr hóp hjá Dortmund.