Mats Hummels, leikmaður Dortmund, hefur nefnt erfiðasta andstæðing sinn og besta leikmann sögunnar.
Hummels nefnir Lionel Messi, leikmann Barcelona, sem skoraði í 3-1 sigri liðsins á einmitt Dortmund í gær í Meistaradeildinni.
,,Þegar hann er í sínu besta standi þá er Messi besti fótboltamaður sem ég hef nokkurn tímann séð,“ sagði Hummels.
,,Við vorum ekki nógu góðir til að vinna Barcelona í dag. Við sköpuðum aðeins 3-4 alvöru fræi.“
,,Við áttum í erfiðleikum eftir fyrsta markið og mín lélega sending gaf þeim annað markið.“