Zlatan Ibrahimovic, framherjinn knái er að ganga frá kaupum á 25 prósent hlut í Hammarby. Óvænt myndbirting hans í gær af treyju Hammarby vakti athygli.
Hammarby er lið í Stokkhólmi en Zlatan birti mynd af treyju félagsins í gær, margir töldu að hann væri að fara spila með Hammarby. Zlatan er án félags en hann ætlar aldrei að spila aftur í Svíþjóð.
,,Ég mun hjálpa Hammarby að verða stærsta félag Norðurlanda,“ sagði Zlatan við sænska miðla. ,,Ég hef komist að samkomulagi um kaupin og ætla að gera Hammarby að eins stóru félagi og hægt er, við ætlum að verða heimsfrægir. Allir munu þekkja Hammarby, fólk mun þekkja merki félagsins um allan heim,“ sagði Zlatan.
Allt er vitlaust í Malmö vegna málsins, það er félagið hans Zlatan í Svíþjóð. Fyrr á þessu ári var reist stytta af Zlatan fyrir utan heimavöll félagsins.
Stuðningsmenn Malmö tóku sig til í kvöld og kveiktu í henni eftir þessar fréttir eins og má sjá hér fyrir neðan.
Malmo fans have set fire to the statue outside their ground of Zlatan Ibrahimović after he bought a 50% stake in rivals Hammarby. pic.twitter.com/Vbyn9nnHH6
— Football Fights (@footbalIfights) 27 November 2019