Pascal Cygan, fyrrum varnarmaður Arsenal er kannski ekki merkilegur í bókum stuðningsmanna félagsins. Hann lék með liðinu um nokkurt skeið. Í nýlegu viðtali rifjar hann upp ferð Arsenal til Rússlands árið 2003 þegar félagið átti leik gegn Lokomotiv Moskvu.
Þegar liðið kom á hótelið í Moskvu, biðu tíu ofurfyrirsætur eftir liðinu og áttu að ríða úr þeim alla orku. Þetta var degi fyrir leikinn. ,,Þegar við komum á hótelið í Moskvu, þá voru tíu ofurfyrirsætur á hótelinu og biðu eftir okkur,“ sagði Cygan sem spilaði ekki eina mínútu í leiknum.
,,Þær sátu á barnum, við fengum þau skilaboð að þessa stelpur væru mættar til að þreyta okkur,“ sagði Cygan og átti þar við að þær væru mættar fyrir hönd Lokomotiv og ættu að ríða úr þeim alla orku.“
,,Við töpuðum ekki, ég held að enginn okkar hafi verið svo heimskur að hoppa upp í rúm með þeim. Svona gerðist oft á þessum árum. Einkalíf leikmanna var mikið í fréttum,“ sagði Arsenal en á þessum árum var lið Arsenal stjörnuprýtt.