Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Astana í Kazhakstan er leikfær gegn Manchester United. Það er vefmiðillinn, mbl.is sem segir frá.
Rúnar hefur verið meiddur síðustu vikur, hann meiddist í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi í október.
„Það er mjög góð stemning fyrir leiknum hérna í Astana og löngu orðið uppselt. Við ættum að eiga ágætismöguleika því United mætir með algjört varalið en því miður er svolítið um meiðsli í okkar hópi. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Rúnar við mbl.is.
Manchester United mætir með tíu leikmenn til Astana, sem aldrei hafa verið í hóp hjá liðinu. Liðið er komið áfram og ferðalagið til Astana er langt, United ákvað því að hvíla alla sína helstu menn.
Jesse Lingard og Luke Shaw fóru með en aðrir eru í minna hlutverki af þeim sem fór með.