KSV Roeselare hefur staðfest að Arnar Grétarsson sé ekki lengur þjálfari liðsins, segir á heimasíðu félasins að ákveðið hafi verið að rifta samningi hans.
Arnar var ráðinn þjálfari Roeselare í sumar en félagið leikur í næst efstu deild Belgíu. Félagið hefur glímt við fjárhagsvandræði og Arnari hefur ekki tekist að ná því besta fram úr liðinu.
,,Ég vil þakka öllum hjá Roeselare fyrir tækifærið, ég naut þess að vinna hérna. Þetta var ekki alltaf auðvelt,“ skrifar Arnar á Facebook.
,,Ég vil þakka leikmönnum fyrir að leggja sig alla fram, þeir báru alltaf virðingu fyrir félaginu og mér, þrátt fyrir að aðstæður væru áður óséðar í atvinnumennsku. Þetta er frábær hópur, á miklu betri stað en hann var í þegar ég kom í júlí. Ég trúi á hópinn. Ég óska næsta þjálfara góðs gengis.“
Arnar var áður þjálfari Breiðabliks en Roeselare hefur verið við fallsætin í næst efstu deild Belgíu.