Bruno Fernandes, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu, hefur skrifað undir nýjan samning við Sporting Lisbon.
Þetta var staðfest í kvöld en Fernandes hefur verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu og þar á meðal Manchester United.
Þessi 25 ára gamli leikmaður sneri aftur til Portúgals árið 2017 eftir skipti til bæði Sampdoria og Udinese.
Þessar fréttir koma því mörgum á óvart en Fernandes er samingsbundinn til ársins 2023.
Það sem vekur þó athygli er að samningurinn var ekki framlengdur en nú er kaupákvæðið 100 milljónir evra.