Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, hafnaði bæði Liverpool og Manchester City er hann var yngri.
Lingard hefur allan sinn feril leikið á Old Trafford en önnur lið sýndu honum áhuga er hann var krakki.
,,Þetta var undir mér komið að velja félag og ég taldi að United myndi henta mér best,“ sagði Lingard.
,,Manchester City, Liverpool, Everton og ég held Crewe á þessum tíma höfðu áhuga en United var mitt heimili.“
,,Ég á mynd af mér í treyju United þegar ég var eins árs. Ég fór á reynslu sjö ára og skrifaði undir níu ára.“