Andy Robertson, leikmaður Liverpool, segir að sjúkraþjálfari liðsins sé kominn með nóg af honum.
Robertson hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur og þarf reglulega að hitta lækna.
,,Ökklinn á mér hefur verið betri, hann er bara aðeins stífur eftir leiki en ég get höndlað það,“ sagði Robertson.
,,Ég finn aðeins til en ef þú finnur ekkert til þá ertu kannski að gera eitthvað vitlaust.“
,,Ég held að sjúkraþjálfarinn sé kominn með ógeð af því að sinna mér. Það tekur lengri tíma að undirbúa æfingar, það er allt í lagi í leikjum.“