Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á ákaflega glæsilegan og gjöfulan knattspyrnuferil að baki, bæði hér á landi og erlendis.
Má þar meðal annars nefna að Margrét Lára hampaði Íslandsmeistaratitlinum fjórum sinnum í búningi Vals, síðast nú í haust, og varð bikarmeistari einu sinni.
Þá varð Margrét Lára fjórum sinnum markahæsti leikmaður efstu deildar sem leikmaður Vals og hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2007.
Ljóst er að hennar verður sárt saknað inni á vellinum enda fáir leikmenn eins góðir í að skora mörk og Margrét.
Íslendingar tjáðu sig eftir fréttirnar í dag en Margrét fékk mikið lof og fallegar kveðjur á Twitter.
Besta knattspynukona sem Ísland hefur átt hefur nú lagt skóna á hilluna. Takk fyrir ógleymanlegar minningar og ómetanlegt framlag til knattspyrnunnar á Íslandi
— Dagur Sveinn (@DDagbjartsson) 26 November 2019
Finn bara lista sem var birtur í fyrra en Margrét Lára er eina konan í heiminum var á topp 10 yfir markahæstu leikmenn í Evrópukeppnum. #fotboltinet pic.twitter.com/ukhSAf8CEG
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) 26 November 2019
Á árunum 2006-08 skoraði Margrét Lára 104 mörk í 48 deildarleikjum. Það er mikið.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) 26 November 2019
Margrét Lára Viðarsdóttir 👀 pic.twitter.com/ERQVzVl6sV
— Gummi Ben (@GummiBen) 26 November 2019
Margrét Lára var hér i húsi fyrir stundu. Frábært eintak , leikmaður og manneskja. Hafðu þökk fyrir þitt framlag. Hennar afrek lifa í minningunni.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) 26 November 2019
Takk fyrir leikinn, Margrét Lára. Lifandi goðsögn og frábær fyrirmynd fyrir dætur þessa lands. 🐐 #mvl9
— Guðmundur Karl Sigurdórsson (@dullari) 26 November 2019
Margrét Lára er með tölfræði sem að maður sér einungis í tölvuleikjum! Frábær ferill að baki og endar hann með titli á Íslandi. Hún hækkaði standardinn í Íslenskri kvennaknattspyrnu innan sem utan vallar og ég vona að hún haldi áfram að vinna í kringum ⚽️ Takk MLV9 #fotboltinet
— orri rafn (@OrriRafn) 26 November 2019
Margrét Lára hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þvílíkur leikmaður og fyrirmynd sem hún var og er. Takk fyrir allar góðu stundirnar og mörkin sem þú gafst okkur. Queen Margrét L 😊⚽️🏆#fyririsland #FotboltiNet
— Guðni Bergsson (@gudnibergs) 26 November 2019
Það verður sjónarsviptir af þessari frábæru knattspyrnukonu. Glæsileg fyrirmynd sem á þakkir skildar fyrir framlag sitt til fótboltans. https://t.co/ZaEBvLZC9N
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) 26 November 2019
Orð fá því ekki lýst hvað þessi kona hefur mótað mig sem leikmann og manneskju. Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna ❤️
Til hamingju með alveg stórkostlegan feril elsku Margrét mín 🙌 https://t.co/7bDyr6Tg2q— Sif Atladóttir (@sifatla) 26 November 2019
Ísland vs. Frakkland 2007. 1-0 og Margrét með markið á 81 mínútu. #mvl9 pic.twitter.com/BYPPMraxuD
— Árni Torfason (@arnitorfa) 26 November 2019
Skórnir á hilluna – þvílíkur leikmaður. Hægt að skrifa endalaust. Mikilvægast er að hún hækkaði ránna hjá öllum, innan vallar sem utan! Takk fyrir ferðalagið #mlv9 pic.twitter.com/tJD4tNpuvz
— Freyr Alexandersson (@freyrale) 26 November 2019
Drottning, goðsögn, fyrirmynd og einstakur karakter. Tók leikinn á annað level. Takk #mlv9 🙏 pic.twitter.com/Q3FimbKl71
— Anna Garðarsdóttir (@anna_gardars) 26 November 2019
#mlv9 vinkona min er ótrulegt eintak, eg spilaði samtíma henni í Val og var kennarinn hennar bæði i iþrottafræði og salfræði. Hun hefur gefið iþrottum a islandi mikið og það verður söknuður af henni af vellinum. Hun er hinsvegar að hefja annan feril 1/2
— Hafrún Kristjans (@HabbaKriss) 26 November 2019