Lionel Messi, vinnur Gullknöttinn, virtustu verðlaun sem einstaklingur í fótbolta getur fengið. Ef marka má fréttir á Spáni í dag.
Mundo Deportivo heldur þessu fram, meðal annars. Verðlaunin eru afhent í næstu viku. Það er franska blaðið, France Football sem veitir verðlaunin.
Sagt er að útgefendur France Football, hafi farið til Barcelona í síðustu viku og látið hann vita. Þar hafi hann fengið verðlaunin og farið í viðtal.
Messi er tilnefndur til verðlaunanna ásamt Cristiano Ronaldo og Virgil Van Dijk, ítalskir miðlar hafa sagt að Ronaldo vinni verðlaunin.
Fréttirnar á Spáni vekja athygli en Virgil Van Dijk hefur verið sterklega orðaður við verðlaunin. Ronaldo og Messi hafa einokað verðlaunin síðustu ár og það virðist halda áfram.