Aston Villa 2-0 Newcastle
1-0 Conor Hourihane(32′)
2-0 Anwar El-Ghazi(36′)
Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Newcastle heimsótti þá Aston Villa.
Newcastle hafði unnið tvo leiki í röð fyrir viðureign kvöldsins en Villa hafði tapað síðustu þremur.
Það voru þó heimamenn sem höfðu betur í kvöld með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.
Conor Hourihane skoraði fyrra mark Villa á 32. mínútu og stuttu seinna var Anwar El-Ghazi búinn að bæta við öðru og þar við sat.