Jose Mourinho hefur útilokað það að fá Zlatan Ibrahimovic með sér til Tottenham.
Mourinho tók við Tottenham í síðustu viku en hann og Zlatan hafa unnið saman hjá Inter Milan og Manchester United.
,,Við eigum besta framherja Englands og hann er einn af tveimur eða þremur bestu framherjum heims,“ sagði Mourinho.
,,Það væri tilgangslaust fyrir framherja eins og Zlatan – hann er kominn á fertugsaldrinn og getur spilað fyrir öll lið heims.“
,,Það væri ekkert vit í því fyrir hann að semja við félag þar sem Harry Kane spilar.“