Sam Allardyce, fyrrum stjóri Englands, segir að breskir stjórar þurfi fleiri tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.
Allardyce hefur sjálfur stýrt mörgum liðum í efstu deild áður en hann fékk stutt tækifæri með enska landsliðinu.
Allardyce segir að nafnið sitt hafi alls ekki hjálpað honum að fá bestu störf boltanns.
,,Besta leiðin fyrir Breta að fá starf í ensku úrvalsdeildinni er að breyta nafninu í eitthvað erlent,“ sagði Allardyce.
,,Ég hef alltaf sagt það að ef nafnið mitt væri ‘Allardicio’ þá hefði ég getað þjálfað Manchester United.“