Tilkynning Leiknis R:
Einn dáðasti sonur Leiknis, Eyjólfur Tómasson, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Eyjólfur er leikjahæsti leikmaður Leiknis frá upphafi.
„Ég hef ákveðið að einbeita mér að fjölskyldunni og vinnu. Ég vil þakka Leiknisfólki, liðsfélögum og mótherjum fyrir góðar stundir,“ segir Eyjólfur.
Eyjólfur, sem er fæddur 1989, er uppalinn hjá félaginu og lék með KB áður en hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Leikni 2008. Hann hefur verið aðalmarkvörður Leiknis frá 2009, algjör lykilmaður hjá liðinu og hefur undanfarin ár borið fyrirliðabandið.
Leiknir þakkar Eyjólfi af öllu hjarta fyrir framlag hans til félagsins. Nú tekur við það krefjandi verkefni að reyna að fylla þetta stóra skarð sem Eyjólfur skilur eftir sig.