Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, á skilið að vinna Ballon d’Or verðlaunin sem verða afhent í lok árs.
Þetta segir Jurgen Klopp, stjóri liðsins, en hann segir að Lionel Messi sé besti leikmaður heims en að Van Dijk hafi verið bestur á síðustu leiktíð.
,,Ef þú þú ert að verðlauna besta leikmann kynslóðarinnar þá fær Messi alltaf verðlaunin,“ sagði Klopp.
,,Ef þú verðlaunar besta leikmann síðustu leiktíðar þá er það Virgil van Dijk. Ég veit ekki hvernig þetta virkar nákvæmlega en þannig sé ég þetta.“
,,Ef þetta snýst um besta leikmann allra tíma þá fær Messi þetta en ef þetta snýst um besta leikmann síðustu leiktíðar á Virgil þetta skilið.“