Harry Kane, leikmaður Tottenham, fór og hitti Mauricio Pochettino á þriðjudag eftir að sá síðarnefndi var rekinn.
Pochettino var stjóri Tottenham í yfir fimm ár en Jose Mourinho hefur nú tekið við keflinu.
,,Ég vildi fara og hitta hann, við ræddum saman í nokkra klukkutíma,“ sagði Kane.
,,Það var gott að ná að gera það áður en nýi stjórinn kom inn. Þetta var mikið áfall fyrir okkur á þriðjudag.“
,,Þetta gerðist svo fljótt, allt í einu vorum við komnir með nýjan stjóra sem er einn sá besti í leiknum.“