Enska úrvalsdeildin mun í fyrsta skipti í ár bjóða upp á vetrarfrí fyrir félög sín, hvert lið fær tveggja vikna frí frá leikjum í febrúar.
Ensk lið munu fara til heitra landa til að safna kröftum fyrir átökin undir lok tímabils.
10 lið frá frí eina helgina, og hin tíu liðin fá svo frí helgina á eftir. Það verða því leikir báðar helgarnar en ekki er vitað hvenær lið fá frí.
Sky Sports og BT Sport hafa mikið um málið að segja og munu raða leikjum á þessar tvær helgar, þeir aðilar þurfa að velja leiki til að vera með í beinni um miðjan desember.
Athletic segir að liðin séu að bíða og sjá hvað gerist, barist verða um bestu svæðin á Spáni, Dubai og í Bandaríkjunum en þangað munu félögin halda. Það verður því hart barist um bestu svæðin til að fara í sólina.