Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina með stakri prýði í sigri CSKA Moskvu á Krylya Sovetov, um helgina. Um var að ræða leik í úrvalsdeildinni í Rússlandi.
Hörður og félagar unnu 1-0 sigur en Arnór Sigurðsson var einnig í byrjunarliði CSKA.
Hörður átti afar góðan leik í hjarta varnarinnar sem skilar honum í lið umferðarinnar í Rússlandi. Bæði Hörður og Arnór eru á sínu öðru tímabili í Rússlandi.
CSKA situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði Zenit.