Það var líf og fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar níu leikir fóru fram. Sigurganga Liverpool heldur áfram en liðið vann Crystal Palace á útivelli.
Manchester City hafði betur í stórleiknum gegn Chelsea. Jose Mourinho byrjaði á sigri með Tottenham er liðið mætti West Ham.
Arsenal bjargaði stigi gegn Southampton á heimavelli og vilja stuðningsmenn félagsins margir, reka Unai Emery úr starfi. Ole GUnnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United gerðu 3-3 jafntefli við Sheffield United í dramatískum leik.
Everton tapaði gegn Norwich á heimavelli og vilja margir stuðningsmenn félagsins nú losna við Marco Silva.
Lið helgarinnar í enska er hér að neðan en það Jamie Redknapp sem velur.