Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, segir að leikmaður Liverpool eigi skilið að vinna Ballon d’Or verðlaunin í lok árs.
Ballon d’Or verðlaunin eru afhent í lok hvers árs en þar er kosið um besta leikmann ársins.
Hazard nefnir þrjá leikmenn Liverpool sem koma til greina en liðið vann Meistaradeildina í sumar.
,,Ég mun velja leikmann Liverrpool. Sadio Mane, Mo Salah eða Virgil van Dijk eiga þetta skilið,“ sagði Hazard.
,,Ef Sadio hefði unnið Afríkukeppnina með Senegal þá væri þetta engin spurning.“
,,Það væri gaman ef hann fengi þetta, eða Momo, vinur minn. Það væri gott fyrir afrískan og enskan fótbolta.“