Tony Adams, goðsögn Arsenal, vill sjá stjórn félagsins reka Unai Emery eftir hræðilegt gengi undanfarið.
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Southampton um helgina og er nú kallað eftir því að Emery verði rekinn.
,,Þeir eiga þetta baul skilið – þetta var hörmung. Frammistaðan var ömurleg og það var engin vörn,“ sagði Adams.
,,Þetta var hræðileg frammistaða, ég vil ekki sjá neinn stjóra missa starfið sitt en félagið er ekki að bæta sig, það er enginn árangur þarna.“
,,Ég gæti sett saman lið sem er skipulagðara en þetta.„