Lucien Favre, stjóri Dortmund, hefur einn leik til að bjarga starfinu en frá þessu greina þýskir miðlar.
Favre hefur undanfarið ár stýrt liði Dortmund en hann kom frá Nice í Frakklandi á síðasta ári.
Gengið var ágætt á fyrsta tímabilinu en það sama má ekki segja um þessa leiktíð þar sem lítið er að frétta.
Dortmund gerði 3-3 jafntelfi heima við botnlið Paderborn um helgina og lenti til að mynda 0-3 undir.
Liðið situr í sjötta sæti Bundesligunnar og hefur Favre nú aðeins einn leik til að snúa þessu við.
Það er ekki auðvelt verkefni en Dortmund spilar við Barcelona í Meistaradeildinni í miðri viku.