Í kvöld átti að fara fram leikur Lecce og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni en um var að ræða síðasta leik kvöldsins þar í landi.
Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:45 en hálftíma síðar var hann ekki farinn af stað.
Ástæðan eru aðstæðurnar á velli Lecce en það rignir mikið á Ítalíu þessa dagana og var á kveðið að fresta leiknum.
Í gær fór fram leikur Torino og Inter Milan og þar voru aðstæður virkilega tæpar vegna bleytu.
Ákveðið var að fresta leiknum og verður hann spilaður klukkan 15:00 á morgun.
Hér má sjá hvernig völlurinn leit út í kvöld.
WARM-UP TIIIME 💪🏼#LecceCagliari #forzaCasteddu pic.twitter.com/JYtqxQiaLj
— Cagliari Calcio (@CagliariCalcio) 24 November 2019