Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að liðið gæti fengið leikmenn lánaða í janúar.
Það er kallað eftir því að United styrki hópinn á nýju ári en Solskjær býst ekki við dýrum kaupum.
,,Þetta snýst ekki um ákveðna upphæð. Við viljum kaupa leikmenn fyrir framtíðina ekki fyrir næstu fjóra eða fimm mánuðina,“ sagði Solskjær.
,,Þeir eru örugglega ekki fáanlegir, það eru ekki mörg lið sem vilja selja leikmenn í janúarglugganum.“
,,Kannski gætum við fengið einn eða tvo á láni, það snýst ekki um peninga heldur að hjálpa liðinu. Við skoðum hvað verður í boði.“