Raunveruleikastjarnan Sam Thompson er létt pirruð þessa dagana en hann er mikill knattspyrnuaðdáandi.
Thompson er að hitta stelpu að nafni Zara McDermott sem varð fræg í þáttunum vinsælu Love Island áirð 2018.
Thompson hefur fengið að skoða skilaboð hennar á Instagram þar sem nokkrir knattspyrnumenn hafa látið í sér heyra.
Hann er ósáttur með það að hún eigi svo auðvelt með að ræða við leikmenn en enginn vill svara honum á samskiptamiðlinum.
,,Það hefur alltaf verið minn draumur að tala við fótboltamenn en enginn svarar mér,“ sagði Thompson.
,,Eina leiðin fyrir mig til að ná til þeirra er í gegnum Instagram kærustunnar. Þar höfum við Brandon Williams sem er geggjaður og spilaði sinn fyrsta leik nýlega. Til hamingju Brandon.“
,,Svo er Patrice Evra þarna sem er ein af mínum hetjum og ég elska hann. Hann sendi á hana ‘Ég elska þennan leik.’ – Af hverju svara þeir mér ekki? Þeir senda á hana, ég er alveg jafn skemmtilegur.“
,,Þetta eru alltaf leikmenn Manchester United en hvar eru Chelsea strákarnir? Mason Mount, láttu í þér heyra eða Tammy Abraham, þú ert hetjan mín. Koma svo.“
Evra er goðsögn United og hefur lagt skóna á hilluna en Williams er ein af vonarstjörnum liðsins.